Einföld skilaboð um hringrásarhagkerfið
Um er að ræða fjögurra mínútna myndband þar sem hugtakið „hringrásarhagkerfi“ er kynnt á einföldu en kjarnyrtu máli. Myndbandið er stutt og skemmtilegt, það er textað á ensku og unnið af og í samstarfi við listamennina Rán Flygenring, Elínu Elísabetu Einarsdóttur og Sebastian Ziegler. Það er Austurbrú með stuðningi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu sem vann umrætt fræðslu- og kynningarverkefni. Tilgangur þess var að auka vitund um hringrásarhagkerfið þar sem reynt er að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi og að viðhalda verðmætum þeirra eins lengi og mögulegt er.
Sjá Hringrásarhagkerfið.