Útkall! - Öryggis og viðbragðsmál í Fljótsdal

Björgunarsveitin Hérað býður til fundar í Végarði til að ræða öryggismál og fyrstu viðbröð gagnvart vá í Fljótsdal, mánudagskvöldið 22. nóvember kl. 20:00.
Mikilvægt er að leggjast á eitt til að bæta fyrstu viðbrögð í kjölfar reynslunnar af útköllum sumarsins og aukins fjölda ferðamanna á svæðinu.
Fundurinn er opinn öllum er lifa og starfa í Fljótsdal. Afar brýnt er að allir sem mögulega geta mætitil fundar.
 
Þennan mánudag er kvöldmáltíð í boði kl. 18:30 í Végarði á kr 2000 en mikilvægt að skrá sig fyrirfram á vigdis66@gmail.com Sjá viðburð á: https://fb.me/e/1MJrA5I9Y