Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 og nýtt deiliskipulag
Kynning á lýsingu
Hjarðarból – Íbúðarbyggð
Á fundi byggingar- og skipulagsnefndar Fljótsdalshrepps þann 24.09.2021 var samþykkt að kynna sameiginlega skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 og nýs deiliskipulags fyrir íbúðarbyggð í landi Hjarðarbóls.
Á fundi sveitarstjórnar nr. 66, þann 5.10.2021 samþykkti meirihluti sveitarstjórnar bókun byggingar- og skipulagsnefndar.
Sveitarfélagið Fljótsdalshreppur áformar að skipuleggja íbúðarbyggð í landi Hjarðarbóls í Fljótsdalshreppi. Fyrirhuguð íbúðarbyggð samræmist ekki gildandi aðalskipulagi og ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Áður en framkvæmdar- og byggingarleyfi er veitt þarf að gera breytingar á aðalskipulaginu og leggja fram deiliskipulag af svæðinu.
Nánar um skipulagslýsingu er hægt að skoða á heimasíðu sveitarfélagsins www.fljotsdalur.is og á hreppsskrifstofu að Végarði, 701 Egilsstaðir.
Frestur til að leggja fram ábendingar/athugasemdir við lýsinguna er til og með 11. nóvember 2021. Skila skal ábendingum skriflega á hreppsskrifstofu að Végarði, 701 Egilsstaðir eða á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is
Sveinn Þórarinsson
Byggingar- og skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepps.