Fræðsluerindi og ráðgjöf um handverk, hönnun og gæðamat.

Boðað er til opins fundar um handverk og hönnun fimmtudaginn 1. júlí kl. 17:00 í Végarði.

Sunneva Hafsteinsdóttir frá Handverki og hönnun er gestur fundarins.
Efni fundarins er;
Handverk, hönnun, handavinna.
Hver er munurinn?
Hvað er góður minjagripur?
Gæðamat, vöruþróun, markaður og tækifæri!
 
Fyrirlestur og opnar umræður sem allir eru velkomnir á.
 
Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri HANDVERKS OG HÖNNUNAR, verður svo til viðtals og ráðgjafar 2. júlí n.k. frá kl. 9.00 í Végarði
Handverksfólk getur komið og rætt við Sunnevu um gæðamál, vöruþróun og fleira. Panta þarf tíma fyrir 28. júní um netfangið asdishelga@fljotsdalur.is, hvert viðtal er um 30 mín.
Ráðgjöfin er ókeypis og fullum trúnaði er heitið.
 
Handverksfólk innan sem utan Fljótsdals er velkomið á fyrirlesturinn 1. júlí.
Fljótsdælingar hafa forgang varðandi ráðgjöf hjá Sunnevu á föstudeginum en annars öllum áhugasömum velkomið að bóka tíma.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok