Lóusjóðurinn styrkir Skógarafurðir ehf

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra kynnti úthlutun til 29 verkefna úr Lóu-nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Hlutverk styrkjanna er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra. Alls voru umsóknirnar 236 sem bárust sjóðnum og um 150 milljónirtil úthlutunar. Verkefnin sem hlutu styrk eru af margvíslegum toga og  til marks um fjölbreytt atvinnulíf um land allt. Sem dæmi má nefna styrk til uppbyggingar velferðartæknimiðstöðvar á Norðurlandi eystra, þróunarvettvangs sjávarlíftækni í Vestmannaeyjum, uppbyggingu vistkerfis orkuskipta á Vestfjörðum og nýsköpun í vinnslu skógarafurða á Austurlandi.

Skógarafurðir ehf fékk 6.000.000 kr í tæknisögunarmyllu fyrir íslenskar skógarafurðir. Á Austurlandi fengu auk Skógarafurða ehf., Hallormsstaðaskóli 4.000.000 kr í tilraunaeldhús; uppbygging og þjónusta, Yggdrasil Carbon ehf í þróun og markaðssetningu vottaðra kolefniseininga 3.500.000 kr. og Celia Lobsang Harrison 3.000.000 kr í Herðubreið - miðstöð fyrir nýsköpun á Seyðisfirði.

Við óskum þeim öllum til hamingju með styrkveitinguna.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok