Umhverfisdagar í Fljótsdal

Umhverfisdagar Fljótsdals – Viðburður verknámsnema

Við upphaf verknáms míns, við Austurbrú og Fagrar framtíðar í Fljótsdal, var lögð fram sú hugmynd að Svavar Knútur kæmi til okkar inn í Fljótsdal og myndi halda með okkur kvöldvöku, einnig myndi hann standa fyrir námskeiði ætlað börnum sem hefðu áhuga á kvæðum og/eða lagasmíðum. Því miður er staðan svo að fresta þurfi heimsókninni en hann kemur vonandi síðar.

Við þessar breytingar þurfti snarar hendur því verknámstíminn er takmarkaður. Ég hef haft sem hliðarverkefni að rýna umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins og var því tilvalið að stefna að einhverju því tengt. Úr varð hugmyndin Umhverfisdagar Fljótsdals.

Dagskrá:

  • 12. apríl  - Cittaslow kynning: Gréta Mjöll kynnti fyrir okkur Hæglætishreyfinguna Cittaslow, en Djúpivogur hefur verið hluti af hreyfingunni síðan 2013. Cittaslow hreyfingin hefur það markmið að auka lífsgæði og ánægju fólks og eru stefnumið Cittaslow til að ná því markmiði til dæmis, verndun náttúru og menningarminja, fegrun umhverfis, umhverfisgæði og stuðla að menningarlegri fjölbreytni og sérstöðu.
  • 17.-18. apríl - Njótum umhverfisins, sem aðra daga: Íbúar eru hvattir til að njóta umhverfisins til dæmis með góðum göngutúr og deila myndum af fallegu umhverfi Fljótsdals með til dæmis #fljotsdalur á Instagram eða inn á facebook síður fljótsdælinga. Á instagram má finna ótrúlega skemmtilegar myndir úr sveitarfélaginu frá heimamönnum og gestum. Íbúar eru einnig hvattir til að tilkynna það sem betur mætti fara á vefinn https://urbotaganga.is/baejarfelag/fljotsdalur/ eða hafa samaband við Ásdísi Helgu asdishelga@fljotsdalur.is / s: 470-3810
  • 21. apríl - Yggdrasill Carbon: Kynning á þróunarstarfi tengdum kolefnisfjármálum, minnkun losunar eða bindingu kolefnis. Verkefnið er unnið fyrir Yggdrasil Carbon sem hefur unnið í góðu samstarfi/samtali við til dæmis Skógræktina og Kolefnisbrúna.
  • 20.- 21. apríl - Plokkum Fljótsdal: Íbúar verða hvattir til að hreinsa nærumhverfi sitt og losa sig við rusl. Ekki er gert ráð fyrir að íbúar taki tvo heila daga í plokkun, dagarnir eru aðeins viðmið. Margt smátt gerir eitt stórt. Höldum við því góða orðspori sem fylgir dalnum. #plokkumfljotsdal.
  • 19.-24. apríl - Rýnihópar: Umhverfis- og loftslagsstefna verður rýnd af fulltrúm sveitarstjórnar og íbúa.

 

*Ítralegri upplýsingar um viðburði verða gefnar út á facebook síðunni Fögur framtíð í Fljótsdal.

 

Bestu kveðjur og þakkir fyrir frábærar móttökur í dalinn fagra.

Sylvía Helgadóttir