Opið er fyrir umsóknir um umhverfisstyrk Fljótsdalshrepps

Einstaklingar og félög sem eiga lögheimili í Fljótsdalshreppi geta fengið úthlutað umhverfisstyrk Fljótsdalshrepps. Jafnframt þurfa tilgreind félög að vera með starfsemi sína í sveitarfélaginu. Áskilið er að umsækjandi hafi átt lögheimili í sveitarfélaginu í minnst undangengna tólf mánuði samfleytt á móttökudegi umsóknar og lögheimilisfestan sé einnig til staðar og hafi verið óslitin þegar kemur að útgreiðslu umhverfisstyrks.

Sveitarstjórn er heimilt að veita umhverfisstyrk Fljótsdalshrepps til verkefna sem uppfylla eftirtalin skilyrði:

1. Framkvæmdir sem til þess eru fallnar að bæta umhverfismál innan sveitarfélagsmarka Fljótsdalshrepps.

2. Framkvæmdir sem eru til þess fallnar að draga úr orkunotkun, mengun, losun gróðurhúsalofttegunda og/eða er ætlað að bæta fyrir orkunotkun, mengun og/eða losun innan sveitarfélagsmarka Fljótsdalshrepps.

3. Framkvæmdir sem bæta ástand og útlit jarða og mannvirkja innan sveitarfélagsmarka Fljótsdalshrepps þ.m.t. vatns- og fráveitu viðkomandi eigna.

4. Framkvæmdir sem eru sambærilegar þeim sem taldar eru upp í töluliðum 1. – 3. 3. gr.

Finna má umsóknareyðublað undir Umsóknir/Eyðublöð á þessari heimasíðu. Umsóknafrestur er til loka apríl. 

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok