Opið er fyrir umsóknir um umhverfisstyrk Fljótsdalshrepps

Einstaklingar og félög sem eiga lögheimili í Fljótsdalshreppi geta fengið úthlutað umhverfisstyrk Fljótsdalshrepps. Jafnframt þurfa tilgreind félög að vera með starfsemi sína í sveitarfélaginu. Áskilið er að umsækjandi hafi átt lögheimili í sveitarfélaginu í minnst undangengna tólf mánuði samfleytt á móttökudegi umsóknar og lögheimilisfestan sé einnig til staðar og hafi verið óslitin þegar kemur að útgreiðslu umhverfisstyrks.

Sveitarstjórn er heimilt að veita umhverfisstyrk Fljótsdalshrepps til verkefna sem uppfylla eftirtalin skilyrði:

1. Framkvæmdir sem til þess eru fallnar að bæta umhverfismál innan sveitarfélagsmarka Fljótsdalshrepps.

2. Framkvæmdir sem eru til þess fallnar að draga úr orkunotkun, mengun, losun gróðurhúsalofttegunda og/eða er ætlað að bæta fyrir orkunotkun, mengun og/eða losun innan sveitarfélagsmarka Fljótsdalshrepps.

3. Framkvæmdir sem bæta ástand og útlit jarða og mannvirkja innan sveitarfélagsmarka Fljótsdalshrepps þ.m.t. vatns- og fráveitu viðkomandi eigna.

4. Framkvæmdir sem eru sambærilegar þeim sem taldar eru upp í töluliðum 1. – 3. 3. gr.

Finna má umsóknareyðublað undir Umsóknir/Eyðublöð á þessari heimasíðu. Umsóknafrestur er til loka apríl.