Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030

Auglýsing:  Fljótsdalshreppur 6. apríl 2021

Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030

Efnistökusvæði við Grjótá

 

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi sínum 2. mars 2021 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 Breytingin felst í því að skilgreint er nýtt efnistökusvæði við Grjótá vegna áforma um lagfæringu á vegslóðum að veitumannvirkjum Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar.  Í gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem óbyggt svæði. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags 6. apríl 2021 í mkv. 1:30.000.

 Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Fljótsdalshrepps.

f.h. sveitarstjórnar Fljótdalshrepps
Sveinn Þórarinsson, skipulagsfulltrúi

.

 

 

 

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok