Umsögn Fljótsdalshrepps um frumvarp að lögum um Hálendisþjóðgarð.

Það er afstaða sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps að ekki séu fyrir hendi ástæður eða rök til þess að stækka það svæði innan sveitarfélagsins sem fært verði undir regluverk þjóðgarða. Skiptir þá ekki máli hvaða heiti þjóðgarðurinn ber, þ.e. hvort nafni hans er breytt úr Vatnajökulsþjóðgarði í Hálendisþjóðgarð. Í öllum tilvikum á það að vera háð samþykki viðkomandi sveitarstjórnar að fella landsvæði innan sveitarfélags undir þjóðgarð. Ekki hafa komið fram rök fyrir því að vikið sé frá því fyrirkomulagi við stofnun Hálendiþjóðgarðs enda sé slíkt fyrirkomulag fyllilega eðlilegt miðað við stöðu sveitarfélaga í stjórnskipun Íslands.

Í ljósi þess ad ekki hefur farid fram heildstætt mat á kostum og göllum svo vidtækra breytinga, ekki heldur tekist ad skapa vidtæka sátt um breytt fyrirkomulag þjóðgarda og ad ekki hefur tekist ad tryggja nægt fjármagn til rekstrar Vatnajökulsþjóðgarðs, leggst sveitarstjórn Fljótsdalshrepps eindregið gegn því ad fyrirliggjandi frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarðs verði samþykkt.

Að mati sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps er með frumvarpinu gengið alltof langt í að færa heimildir til að skipuleggja og ákvaarða nýtingu lands frá sveitarfélögum og heimamönnum viðkomandi landsvæðis til ríkisvaldsins og þannig gengið á lýðræðislegan rétt íbúanna til að koma að mótun síns nærsamfélags. 

Umsögnina má sjá í heild sinni hér ásamt athugasemdum við hverja grein frumvarpsins.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok