Samfélagssjóður Fljótsdals

Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Samfélagssjóð Fljótsdals, en til úthlutunar árið 2021 eru um 12 milljónir króna. Megin markmið sjóðsins er að styrkja fjárhagslega verkefni á sviði atvinnu, nýsköpunar, umhverfis, velferðar eða menningar sem stuðla að jákvæðari samfélagsþróun og/eða eflingu atvinnulífs í Fljótsdalshreppi. Einstaklingar, félög og aðrir lögaðilar geta sótt um styrki úr sjóðnum óháð búsetu ef verkefni uppfylla markmið sjóðsins - sjá hér.

Nánari upplýsingar og aðstoð: Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri Fagrar framtíðar í Fljótsdal hjá Austurbrú. Netfang: asdis@austurbru.is og sími 470 3810/8996172