Nýr verkefnaráðinn starfsmaður hjá sveitarfélaginu.

Fljótsdalshreppur hefur samið við Helgu Eyjólfsdóttur frá Melum til að aðstoða einstaklinga við örnefnaskráningar í sveitarfélaginu og afla upplýsinga um bújarðir sbr. Samfélagsþing og Fögur framtíð í Fljótsdal (FFF). Jafnframt mun hún sinna ákveðnum skilgreindum verkefnum fyrir Gunnarsstofnun er lítur að menningarminjum. Áætlaðir eru 2-3 mánuðir í þessa vinnu. Helga mun vera með aðstöðu í Végarði þegar hún er í dalnum en einnig vinna ákveðna fjarvinnu frá heimili sínu í Þingeyjarsýslu.

Til að byrja með mun Helga bjóða uppá maður á mann námskeið fyrir þá aðila sem tilkynntu áhuga sinn á að skrá örnefni til verkefnastjóra FFF og hafa fengið gögn frá Landmælingum til að vinna út frá. Mikilvægt er að fólk bóki tíma með Helgu þannig að hægt sé að skipuleggja tímann vel. Einnig þiggjum við allar ábendingar um heimildarmenn sem þekkja vel ákveðnar jarðir eða stærra svæði. Helga mun auk þess hafa samband við landeigendur sem ekki voru búnir að láta vita af áhuga sínum og aðstoða þá við að kortleggja það sem vitað er í tengslum við jarðirnar enda er stefnan að reyna að klára sem mest af örnefnaskráningunum í sveitarfélaginu. 

Hægt er að hafa samband við Helgu Eyjólfsdóttur í gegnum netfangið helgaeyj@gmail.com eða í síma: 848 2228.