Kynningarfundur og opnað fyrir umsóknir í Samfélagssjóð Fljótsdals

Næstkomandi fimmtudaginn 21. janúar munum við opna fyrir umsóknir í Samfélagssjóðinn í annað sinn frá stofnun hans. Að því tilefni er boðað til fundar í Végarði kl. 16:00 þann dag. Vegna samkomutakmarkana er mikilvægt að einstaklingar skrái sig á fundinn fyrir kl 10:00 fimmtudaginn 21. janúar á netfangið asdishelga@fljotsdalur.is eða í síma 4703810/8996172

Minnt er á að aðeins er leyfilegt er fyrir 20 manns að koma saman og viðhafa þarf sóttvarnir, þ.e. sótthreinsa hendur og bera grímu þegar ekki er hægt að tryggja 2 m.  Ef fjöldi skráðra fer yfir 20 munum við athuga með að senda fundinn út innan hópsins Fögur framtíð í Fljótsdal.

Dagskrá:

  • Signý Ormarsdóttir, formaður Samfélagssjóðs Fljótsdals. Úthlutunar- og matsreglur sjóðsins.
  • Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri sjóðsins. Umsóknareyðublað og áherslur árið 2021.
  • Ann-Marie Schlutz, frá Sauðagull kynnir fyrirtækið og hvernig styrkir hafa haft áhrif á uppbyggingu fyrirtækisins.

Munið að skrá ykkur tímanlega til fundar!