Göngur og réttir á Covid-19 tímum
Nú þegar líður að göngum og réttum, er rétt að koma á framfæri leiðbeiningum til að draga úr hættu á COVID-19 smiti á þeim vettvangi. Sjá hér. Við minnum á að hver og einn ber ábyrgð á eigin athöfnum og að ,,Við erum öll almannavarnir". Hvatt er til þess að allir hlaði niður smitrakningarappi almannavarna, passi upp á handþvott og/eða noti handspritt (hafi það meðferðis), að hósta og hnerra í olnbogabót, halda fjarlægð milli fólks (2 m) sem og í fjallaskálum (1 m) og aðeins þeir sem hafa hlutverki að gegna mæti í göngur og réttir. Fjöldatakmörkun miðast við 100 manns. Börn fædd 2005 eða síðar undanskilin fjöldatakmörkun. Förum varlega!