Auglýsing um kjörskrá og kjörfund í Fljótsdalshreppi , vegna forsetakosninga 27. júní 2020

Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði, Snæfellsstofu og Gunnarsstofnun til kjördags.

Kjörfundur stendur yfir í Végarði frá kl. 10.00 til kl. 18.00, með fyrirvara um ákvæði 89. gr. laga nr. 24/2000.

Kjörfundi má ekki slíta fyrr en átta klukkustundir eru liðnar frá því að hann hófst og ekki fyrr en hálf klukkustund er liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Frá þessari meginreglu er þó sú undantekning að atkvæðagreiðslu megi slíta ef allir sem eru á kjörskrá hafa greitt atkvæði og eftir fimm klukkustundir ef öll kjörstjórnin og umboðsmenn eru sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal þá slíta eigi síðar en kl. 22 á kjördag.

Kosning getur hafist klukkutíma eftir að kjörfundur hefst.

Kjörstjórn Fljótsdalshrepps

 

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok