Ráðning sveitarstjóra Fljótsdalshrepps

Sveitarstjórn ákvað einróma á fundi sínum þann 29. apríl sl. að ráða Helga Gíslason í starf sveitarstjóra Fljótsdalshrepps en hann var valinn úr hópi 17 umsækjenda.

Helgi er fæddur og uppalinn Héraðsbúi, ættaður frá Helgafelli í Fellabæ þar sem hann bjó til ársins 2004.  Hann er skógfræðingur að mennt og hefur undanfarin 16 ár gegnt starfi framkvæmdastjóra  Skógræktarfélags Reykjavíkur en þar áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra Héraðsskóga fyrstu 14 starfsár þess verkefnis.  Helgi þekkir vel til fólks og samfélags í Fljótsdal, atvinnufyrirtækja og stofnana sem þar eru.

Jafnframt því að bjóða Helga velkominn í Fljótsdalinn þakkar sveitarstjórn öllum umsækjendum fyrir áhugann.“

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok