Umsóknir um starf sveitarstjóra í Fljótsdalshreppi

Sveitarstjórn  Fljótsdalshrepps  ákvað á fundi þann 16. mars sl. að auglýsa starf sveitarstjóra laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út þann 8.apríl sl.   Alls  bárust 18 umsóknir en ein hefur verið dregin til baka.  Sveitarstjórn hefur borist ósk um upplýsingar um umsækjendur.  Samkvæmt 1. tl. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 150/2012 hvílir á sveitarstjórn skylda til að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf sveitarstjóra, þegar umsóknarfrestur er liðinn, sé eftir því leitað.  Í samræmi við það er er birtur hér að neðan listi yfir nöfn umsækjanda í stafrófsröð og starfsheiti/menntun.

Nafn umsækjanda og starfsheiti -menntun

Arngrímur Viðar Ásgeirsson,  verkefnastjórnun

Ásgeir Þórhallsson, viðskiptafræðingur

Bjarni Jónsson, verkefnastjórnun

Geir Sigurpáll Hlöðversson, byggingarverkfræðingur

Gréta Jóna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri

Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri

Hreinn Sigmarsson, framkvæmdastjóri

Jóhann Hjalti Þorsteinsson, sagnfræðingur

Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri

Karl Ingiberg Emilsson, verkefnastjóri

Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri

Ólafur Áki Ragnarsson, verkefnastjóri

Rúnar Sigríksson, íþróttafræðingur

Skeggi G. Þormar, forstöðumaður

Sólborg Lilja Steinþórsdóttir, framreiðslumaður

Þór Steinarsson, meistarapróf í opinberri stjórnsýslu

Þórarinn Þórhallsson , framkvæmdastjóri