Samfélagsnefnd boðar til fundar í Végarði 11. janúar kl 10-15

Fréttabréf

Samfélagsnefnd boðar til fundar  í Végarði, laugardaginn 11. janúar 2020 frá 10:00 til ca. 15:00.

Á fundunum verður unnið áfram með þær hugmyndir sem komu fram á Samfélagsþingi sl. vor. 

11. janúar – Reynt verður að fara yfir allar verkefnahugmyndirnar: Einstök náttúra og saga/ Skapandi og samheldinn mannauður, Sjálfbær landbúnaður  og nýting náttúruauðlinda/ Búsetuskilyrði og innviðir. Ef það næst ekki verður ákveðið á fundinum hvenær verði haldið áfram með vinnuna.

Í Végarði má finna yfirlit verkefnavinnunnar,  hengt uppi á vegg í sal. Fólk er hvatt til að skoða listann og jafnvel láta verkefnastjóra vita ef áhugi er fyrir því að standa að verkefnum er falla að hugmyndunum þar. Einnig eru íbúar sem aðrir áhugasamir hvattir til að mæta á fundina til að taka þátt í vinnunni.

Í  desember var farið með sveitarstjórn yfir útfærslu verkefna sem henni tengjast. Nokkrar hugmyndir eru á yfirlitsblaði  þar sem engin verkefni eru enn skráð, en það eru verkefni er tengjast meira einstaklingum, hópum, félögum eða stofnunum. Á þessum fundum í janúar verður því reynt að fara yfir þá liði sérstaklega; verkefni mótuð og tengd við ábyrgðaraðila.

Horft er til þess að þau verkefni sem fara á skrá hafi forgang til styrkveitinga úr Samfélagssjóði sem samþykkt hefur verið að stofna . Mikilvægt er því að taka þátt og koma hugmyndum á framfæri og verkefnunum á blað.

Við hvetjum alla til þátttöku ?

Við minnum líka á að hægt er að leita til Ásdísar Helgu verkefnastjóra til að ræða hugmyndir, ný verkefni eða annað er fellur að samfélagsverkefnunum – asdis@austurbru.is eða gsm: 899 6172,

Samfélagsnefnd

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok