Verkefnisstjóri í verkefnið,, Fögur framtíð í Fljótsdal"

Verkefnisstjóri í verkefnið „Fögur framtíð í Fljótsdal“samstarfsverkefni Fljótsdalshrepps og Austurbrúar.

Austurbrú í samstarfi við Fljótsdalshrepp, auglýsir eftir verkefnisstjóra í verkefnið „Fögur framtíð í Fljótsdal“ en í því felst að fylgja eftir ákvörðunum samfélagsnefndar (verkefnastjórnar) til ársloka 2022 til eflingar byggðar og mannlífs í Fljótsdalshreppi.

Hæfniskröfur:

- Almenn menntun, sem nýtist í verkefninu. Háskólamenntun er æskileg.

- Haldbær starfsreynsla og reynsla af verkefnastjórnun.

- Góð almenn rit- og tölvufærni.

- Samstarfs- og samskiptafærni eru mikilvægir eiginleikar.

- Þekking, skilningur og reynsla af byggðamálum mikilvæg.

- Gott frumkvæði, jákvæðni og færni í sjálfstæðum vinnubrögðum.

- Þekking á staðháttum á Austurlandi er kostur.

Helstu verkefni :

- Fylgja eftir ákvörðunum samfélagsþinga og samfélagsnefndar.

- Hafa frumkvæði að og hvetja til nýrra verkefna í Fljótsdalshreppi.

- Styðja við og stuðla að nýsköpun og þróun í starfandi fyrirtækjum og

   stofnunum í Fljótsdalshreppi.

- Upplýsingamiðlun og skýrslugerð til íbúa og samstarfsaðila.

- Þátttaka í samfélagsverkefnum í sveitarfélaginu.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og aðsetur verkefnastjóra verður í Austurbrú á Egilsstöðum með reglulegri viðveru í Fljótsdal.  Unnið verður að mestu eftir vinnulagi sem þróað hefur verið undir verkefnaheitinu Brothættar byggðir og upplýsingar um það má finna á heimasíðu Byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is).

Nánari upplýsingar veitir: Jóna Árný Þórðardóttir (jona@austurbru.is)

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið : anna@austurbru.is merkt: Fögur framtíð í Fljótsdal. Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst 2019.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok