Laus er til umsóknar staða varaslökkviliðsstjóra Brunavarna á Austurlandi

Brunavarnir á Austurlandi er samlag 6 sveitarfélaga um þjálfun og menntun slökkvilismanna. Starfsvæðið nær til Vopnafjarðar, Borgarfjarðar eystra, Seyðisfjarðar, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps. Varaslökviliðsstjóri er staðgengill slökkviliðsstjóra og ber ábyrgð á faglegri starfsemi Brunavarna á Austurlandi í samvinnu við slökkviliðsstjóra. Hefur umsjón með og tekur þátt í þjálfun slökkviliða á starfssvæði Brunavarna á Austurlandi. Sinnir eldvarnaeftirliti, úttektum og yfirferð uppdrátta í samvinnu við slökkviliðsstjóra. Sinnir ýmsum verkefnum sem tengjast fræðslu og ráðgjöf til stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Menntunar- og hæfniskröfur - Umsækjendur skulu uppfylla skilyrði reglugerðar nr. 792/2001 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og laga nr. 75/2000 um brunavarnir. - Vera með löggildingu sem slökkviliðsmaður og hafa starfað a.m.k. í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður - Hafa aukin ökuréttindi - Hafa leiðtoga- og stjórnunarhæfni, auk skipulagshæfni, sveigjanleika og vilja til að tileinka sér nýjungar. Umsækjendur þurfa að geta starfað undir álagi. - Góð almenn tölvukunnátta. Góð íslensku- og enskukunnátta æskileg.
Starfsstöð og skrifstofa varaslökkviliðsstjóra er á Egilsstöðum. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2019. Umsóknum skal skilað rafrænt til Baldurs Pálssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna á Austurlandi, baldur@brunavarnir.is. Upplýsingar um starfið gefa Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri, baldur@brunavarnir.is eða í s. 861 2164 og Haraldur Geir Eðvaldsson varaslökkviliðsstjóri, halli@brunavarnir.is eða í s. 869 4361.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok