Framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 3

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. maí sl. að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. vegna framkvæmda og mannvirkjagerðar við Kröflulínu 3 innan sveitarfélagamarka Fljótsdalshrepps. Leyfið er gefið út á grundvelli mats á umhverfisáhrifum Kröflulínu 3 og aðalskipulags Fljótsdalshrepps 2014 – 2030, sbr. breytingu vegna Kröflulínu 3 sem tók gildi þann 8. apríl 2019.

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og var matsskýrsla Landsnets hf. afhent Skipulagsstofnun í júlí 2017.  Álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum Kröflulínu 3 samkvæmt 11. gr. laga nr.  106/200 var gefið út þann 6. desember 2017 og er aðgengilegt á eftirfarandi netslóð:  http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/1248/201409068.pdf.

Niðurstaða þess er að Skipulagsstofnun telur að matsskýrsla Landsnets hf. uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst með fullnægjandi hætti.

Öll gögn sem tengjast útgáfu framkvæmdaleyfisins liggja frammi á skrifstofu Fljótsdalshrepps og eru jafnframt aðgengileg  hér

Vakin er athygli á því að ákvörðun sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps um útgáfu framkvæmdaleyfisins er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á grundvelli 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. einnig 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.

Fljótsdalshreppi, 06. maí 2019

________________________________

Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok