Végarður er félagsheimili Fljótsdælinga, í eigu Fljótsdalshrepps og stendur á eignarlóð hreppsins.

Í húsinu er á miðhæð,  andyri og sambyggt hol og fatahengi, ræstikompa, eldhús (vottað), aðalsalur, hliðarsalur og svið, sem hægt er að loka af og nýtist þá t.d. sem fundaraðstaða, snyrtingar með sturtuaðstöðu (samnýtt með tjaldsvæðisgestum), og einnig lítil geymsla fyrir borð og stóla. Á miðhæðinni eru þrjár útgönguleiðir auk útgönguleiðar í snyrtiálmu. Í kjallara er lítil snyrting , tækjageymsla, skjalageymsla hreppsins og opið rými með hillum og skápum. Útgengt er úr kjallaranum. Á efri hæð er skrifstofa hreppsins með aðstöðu í lokuðu herbergi , en opið rými sem nýtt er til skrifstofustarfa er upp af stigagangi. Húsið rúmar um 180 manns í sæti, ef báðir salir og svið er nýtt til borðhalds. Á þorrablótum er lagt á borð fyrir 150 til 160 manns í aðalsal og hliðarsal.

Húsið er ágætlega búið til samkomuhalds.

Íbúum er bent á að í Végarði er vottuð eldhúsaðstaða  sem getur hentað frumkvöðlum sem vilja stíga sín fyrstu skref í framleiðslu matvara, einnig er möguleiki að fá aðstöðu í húsinu til að vinna  fjarvinnu. Hafa þarf þó í huga að takmarkaðir möguleikar eru á að vinna  fjarvinnu í húsinu  í aflokuðum rýmum og eldhúsaðstaðan ekki stór.

Íbúar og félagastarfsemi í sveitinni hafa endurgjaldslaus afnot af húsinu fyrir staka viðburði, um afnot til lengri tíma er samið hverju sinni.  Ætlast er til að húsinu sé skilað hreinu eftir afnot íbúa, en íbúar geta ef þeir óska keypt þrif í stað þess að þrífa sjálfir.  Húsið er einnig leigt út til funda og samkomuhalds, en íbúar njóta forgangs varðandi notkun hússins, bóki þeir tímanlega.

Þeim sem vilja bóka afnot af Végarði , eða kynna sér aðstöðuna þar,  er bent á að hafa samband við skrifstofu Fljótsdalshrepps í síma 471 1810, í gsm Helga Gíslasonar sveitarstjóra 864 4228, eða með netpósti á  fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is

Húsvörður er Hörður Guðmundsson, gsm 893 0106

Nánar um aðstöðuna og verð.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok