Kynning á nýju deiliskipulagi fyrir frístundabyggð.

Fljótsdalshreppur samþykkti á fundi sínum þann 3.maí sl. að auglýsa tillögu að  deiliskipulagi, skv. 40 gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010: Um er að ræða deili­skipu­lag fyrir frístundarbyggð sem er í land Víðivalla ytri I í Fljótsdalshreppi ofan þjóðvegi nr. 933 í kjarri vaxnir hjöllum og gengur gamalt berghlaup niður í hlíðina. Stærð svæðisins er um 19,4 ha og skipulagðar eru 11 frístundarlóðir. Í deili­skipu­lags­lýs­ing­um kem­ur lög­um sam­kvæmt fram hvaða áhersl­ur sveita­stjórn hef­ur við skipu­lags­gerð­ina, upp­lýs­ing­ar um for­send­ur og fyr­ir­liggj­andi stefnu og fyr­ir­hug­að skipu­lags­ferli s.s. um kynn­ingu og sam­ráð gagn­vart íbú­um og öðr­um hags­muna­að­il­um. Hægt er að nálgast skipulagstillöguna (hér) ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu (hér) sem og á skrifstofum sveitarfélagsins í Végarði, frá 19. maí til 21.júní 2022.

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar og/eða á skrifstofum sveitarfélagsins að Végarði eða á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is til og með 21.júní 2022.

Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna, telst henni samþykkur. /Skipu­lags­full­trúi Fljótsdalshrepp