Kynning á nýju deiliskipulagi fyrir frístundabyggð.
Fljótsdalshreppur samþykkti á fundi sínum þann 3.maí sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi, skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Um er að ræða deiliskipulag fyrir frístundarbyggð sem er í land Víðivalla ytri I í Fljótsdalshreppi ofan þjóðvegi nr. 933 í kjarri vaxnir hjöllum og gengur gamalt berghlaup niður í hlíðina. Stærð svæðisins er um 19,4 ha og skipulagðar eru 11 frístundarlóðir. Í deiliskipulagslýsingum kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitastjórn hefur við skipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Hægt er að nálgast skipulagstillöguna (hér) ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu (hér) sem og á skrifstofum sveitarfélagsins í Végarði, frá 19. maí til 21.júní 2022.
Almenningi er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar og/eða á skrifstofum sveitarfélagsins að Végarði eða á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is til og með 21.júní 2022.
Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna, telst henni samþykkur. /Skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepp